Starfsreglur Jakobsson Capital

Starfsreglur þessar eru settar með vísan til 2. mgr. 3. gr. reglna nr. 1013/2007 um opinbera fjármálaráðgjöf.

Allir starfmenn Jakobsson Capital (óháð starfshlutfalli) skulu, með sannanlegum hætti, fá eintak af starfsreglum þessum við upphaf starfa.

1

Starfsmenn Jakobsson Capital skulu ekki eiga verulegan hlut í neinu því verðbréfi sem Jakobsson Capital verðmetur. Með verulegum hluta er átt við yfir 0,01% af útgefnu hlutafé.

2

Starfsmönnum Jakobsson Capital er óheimilt að eiga viðskipti með verðbréf tveimur vikum fyrir útgáfu verðmats.

3

Starfsmenn Jakobsson Capital þurfa í upphafi hvers árs eða eigi síðar en 31. mars ár hvert að tilkynna endurskoðunarskrifstofunni Vefskil ehf. um allt eignarhald í skráðum félögum og verðbréfaviðskipti ársins.

4

Starfsmenn Jakobsson Capital skulu víkja eða láta aðra starfsmenn sjá um verðmat ef hagsmunatengsl eru til staðar. Þannig skal gæta þess að óhæði gagnvart því félagi sem verðmat beinist að hverju sinni sé hafið yfir allan vafa, bæði í raun og ásýnd. Starfsmaður skal gæta þess að upplýsa um önnur tengsl sem kunna að vera til staðar en í gegnum eignarhald á verðbréfi, t.d. í gegnum fjölskyldutengsl og/eða nána vináttu við stjórnanda/stjórnendur þess félags sem verðmat beinist að og/eða ráðandi eiganda/eigendur.

5

Vinnuskjöl Jakobsson Capital skulu ávallt vera á lokuðu skjalavistunarsvæði sem aðeins starfsmenn hafa aðgang að.

6

Starfsmönnum Jakobsson Capital ber eftir fremsta megni að kanna áreiðanleika allra upplýsinga sem settar eru fram. Þeir skulu jafnframt gæta þess að hverju sinni sé þess gætt að staðið sé undir þeim gæðakröfum sem gerðar eru til úrvinnslu, framsetningar og yfirferðar á verðmötum áður en þau eru kynnt viðskiptavinum.

7

Framkvæmdastjóri Jakobsson Capital skal hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum samkvæmt 53. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Það skal vera í verkahring framkvæmdastjóra að tryggja daglega eftirfylgni við reglur þessar í störfum og mun endurskoðunarskrifstofunni Vefskil ehf. hafa eftirlit með verðbréfaviðskiptum starfsmanna.